Lýðræðið á förum?

Held að það skipti engu hvaða titil Pútin muni bera eftir kosningarnar.Hann verður sá sem öllu ræður. Hef það sterklega á tilfinningunni að lýðræðið sé horfið aftur í Rússlandi.

Svo með peningana. Pútín hefur Gazprom til að borga alla reikninga fyrir sig. Ríkisfjölmiðlana til að auglýsa sig ótæpilega. Hvað með einhverja smáaura frá einhverjum félagssamtökum erlendis, sem vilja gera andstæðingum hans vel. Sjá og skilja að þeir eiga á ókleyfan hamarinn að sækja gagnvart Pútín.

Svo má ÖSE ekki fylgjast með kosningunum NEMA að fylgja þeim reglum sem Pútín setur. Auðvitað fer ÖSE ekki. Öse fer ekki nema á eigin forsendum, eftir eigin reglum og það vissi Pútín og því setti hann takmarkanir á eftirlit ÖSE. Snjall 'einræðisherra'.


mbl.is Pútín gagnrýnir Vesturlönd harðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Lýðræði getur ekki horfið þaðan sem það var aldrei fyrir hendi. Ætli þessi þjóð hafi nokkurn tíma haft aðhald lýðræðis?

Ívar Pálsson, 22.11.2007 kl. 00:33

2 Smámynd: Kári Magnússon

Ég er sammála Ívari.

Sú mynd er dregin upp í vestrænum fjölmiðlum að rússneskur almenningur sé uppfullur á einlægri líðræðis þrá og að stjórnvöld vinni gegn þeim ósku íbúana. Þetta er rangt, því að þorri rússa vill ekki lýðræði að vestrænni fyrirmynd og Pútín uppfyllir þær óskir íbúana, enda vinsæll. 

Kári Magnússon, 24.11.2007 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband